Um ProSkin™

ProSkin™ er fyrirtæki stofnað af tveimur einstaklingum í Borgarholtsskóla í nýsköpun. Fyrsta vara ProSkin™ er einfaldlega bara skrúbb sem inniheldur
smáperlur eða kristala eins og sykur eða salt sem fjarlægir dauða húð og dauðar húðfrumur til þess að gera húðina glansandi og einfaldlega bara fallegri.
Okkar vara ætti að vera partur af þinni rútínu ef þú hugsar um húðina þína og að okkar mati ættir þú að nota þessa aðferð að minnstakosti einu sinni í viku eða aðra hverja viku fyrir viðkvæmari húð. Ef þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Byrjaðu þá á ProSkin™.
FAQ
Hvað er ProSkin?
ProSkin™ er skrúbb sem fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Birtir þitt yfirbragð. Hreinsar svitaholur og flýtir fyrir frumuveltu.
Tegundir af húðhreinsun
Það eru tvær tegundir af húðhreinsun - náttúruleg og efnafræðileg. Báðar hjálpa til að bæta áferð og tón húðarinnar. En að velja á milli þeirra er spurning
um persónulegt val og það sem húð viðkomandi þolir.
Markmið ProSkin™
ProSkin™ er verkefni frá tveimur einstaklingum úr Borgarholtsskóla. Okkar markmið er að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem snyrtivaran inniheldur
engar dýraafurðir ásamt því að umbúðirnar eru umhverfisvænar - Eins og er eru umbúðirnar úr gleri með stál loki en er markmiðið að koma vörunni út í umhverfisvænari
úmbúðir sem fyrst.